Hryllingsmyndahátíð Frostbiter á Akranesi um helgina

Hryllingsmyndahátíðin Frostbiter verður haldin á Akranesi um helgina. Hátíðin hefst klukkan 18:00 á föstudaginn og verða allir viðburðir hátíðarinnar haldnir í Gamla frystihúsinu við Bárugötu 8-10. Á hátíðinni verður fjölbreytt úrval af hryllilegum kvikmyndum, bæði íslenskum og erlendum. Opnunarmynd hátíðarinnar verður myndin Walkers sem er heimildarmynd um íslenskar draugasögur frá árinu 1540-1830.

Vegna heimsfaraldursins verður takmarkað sætaframboð á hátíðinni. Hægt er að kaupa aðgang að hátíðinni og tryggja sér sæti í gegnum skráningarform sem hægt er að finna á Facebook síðu Frostbiter.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

160 fermetra húsi stolið

Lögreglunni á Vesturlandi barst nýlega tilkynning um að 160 fermetra ósamsettu stálgrindarhúsi hefði verið stolið frá Galtarholti í Borgarbyggð. Ljóst... Lesa meira