Auglýsa starf dýralæknis í Dölum og á Ströndum

Matvælastofnun hefur auglýst eftir sjálfstætt starfandi dýralæknum til að taka að sér almenna dýralæknaþjónustu og bráðaþjónustu í Dölum og á Ströndum. Í boði er samningur um stuðningsgreiðslur á þjónustusvæðinu. Markmiðið er að tryggja dýraeigendum nauðsynlega almenna þjónustu og bráðaþjónustu við dýr á landssvæðum þar sem fjöldi dýra er takmarkaður og/eða verkefni dýralækna af skornum skammti, sbr. ákvæði laga um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr.

Starfið felur í sér að gegna dýralæknisþjónustu fyrir búfé og gæludýr í Dölum og á Ströndum og að taka að sér tiltekin störf fyrir Matvælastofnun. Gerðir verða tveir samningar, annars vegar þjónustusamningur og hins vegar verkkaupasamningur, hvoru tveggja eru verktakasamningar við Matvælastofnun. Almennri dýralæknaþjónustu tilheyrir einnig að standa vaktir kvöld, nætur og helgidaga, en að tilteknu hámarki. Allar nánari upplýsingar má finna á vef MAST.

Líkar þetta

Fleiri fréttir