Meðfylgjandi myndir úr björgunarleiðangrinum eru úr fórum slysavarnafélaga Landsbjargar og Landhelgisgæslunni.

Tveimur fjallgöngukonum komið til bjargar

Björgunarsveitir af Snæfellsnesi voru síðdegis í gær kallaðar út til aðstoðar tveimur fjallgöngukonum sem staddar voru í 850 metra hæð í Ljósufjöllum á norðanverðu Snæfellsnesi. Höfðu þær verið í hópi fjallgöngufólks, hrasar og slasast á fótum. Félagar úr Lífsbjörgu, Klakki og Berserkjum fóru í verkefnið ásamt lögreglu, sjúkraflutningamönnum og Landhelgisgæslunni. Þyrla Landhelgisgæslunnar komst ekki á staðinn vegna þess hversu lágskýjað var á svæðinu. Hópar björgunarsveita, ásamt sjúkraflutningamönnum, fóru á beltatækjum; fjórhjólum, sexhjólum og buggybíl Lífsbjargar á staðinn, og gátu flutt hinar slösuðu neðar í fjallgarðinn þar sem þyrlan gat lent. Konurnar voru loks fluttar undir læknishendur í Reykjavík. Björgunaraðgerðir gengu eins vel og kostur er miðað við aðstæður.

Líkar þetta

Fleiri fréttir