Sýnataka vegna Covid-19. Ljósm. kgk.

Fjöldi í sóttkví eftir að Covid-19 smit kom upp á göngudeild Landspítalans

Starfsmaður Landspítala greindist með kórónuveiruna í gær. Fréttavefurinn visir.is greindi frá að hópur starfsmanna og sjúklinga hafi verið sendur í sýnatöku vegna þessa. Deild þar sem smitið kom upp hefur verið lokað, en um er að ræða göngudeild smitsjúkdóma, ofnæmis og lungnasjúkdóma. Smitrakning stendur enn yfir yfir og er búist við að niðurstöðu úr sýnatöku liggi fyrir síðdegis í dag. Starfsmenn og sjúklingar sem útsettir voru fyrir smitinu fara nú í sóttkví.

Líkar þetta

Fleiri fréttir