Sjálfkrafa settur í fíkniefnapróf eftir ógætilegan akstur

Ökumaður nokkur var ósáttur við að komast ekki leiðar sinnar framhjá slysstað þegar lögregla hafði lokað fyrir umferð framhjá vettvangi nýverið. Ökumaðurinnók framúr röð bíla þar sem ökumenn þeirra biðu þolinmóðir. Var hann stöðvaður af lögreglu og látinn gangast undir fíkniefnapróf en það er yfirleitt gert þegar ökumenn sýna óvenjulega hegðun. Ökumaðurinn stóðst prófið.

Líkar þetta

Fleiri fréttir