„Líður vel í Molde og er bjartsýnn á framhaldið“

Knattspyrnumaðurinn Björn Bergmann Sigurðarson, sem nýlega gekk til liðs við Molde í þriðja sinn, var í byrjunarliði liðsins þegar Molde vann frækinn sigur gegn þýska úrvalsdeildarliðinu Hoffenheim í síðustu viku. Molde tryggði með þeim úrslitum liðinu sæti í 16 liða úrslitum Evrópukeppninnar. Þóttu þessi úrslit þau óvæntustu í kepninni í ár. Molde sigraði í leiknum 2:0. Spilað var í Þýskalandi. Fyrri leikur liðanna fór 3:3, en þá var spilað á Spáni. Í 16 liða úrslitunum mætir Molde spænska úrvalsdeildarliðinu Granada CF. Verður fyrri leikurinn á Spáni 11. mars næstkomandi en strax eftir sigurinn héldu leikmenn Molde til Spánar og verða þar fram yfir leik. Geta því ekki farið heim til Noregs í millitíðinni vegna Covid-19 sóttvarna. Hefðu annars þurft að vera í sóttkví á báðum stöðum.

„Þetta var alveg frábær sigur hjá okkur og gaman að fá tækifæri með liðinu í báðum leikjunum,“ segir Björn Bergmann í samtali við Skessuhorn. „Nú erum við á Spáni fram að leiknum gegn Granada CF en það er óvíst hvar seinni leikurinn verður spilaður, en það eru litlar líkur á því að hann fari fram í Noregi vegna Covid 19.“

Sjá nánar spjall við Björn Bergmann í Skessuhorni vikunnar.

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir