Víkingur í löndunarbið

Nú eru flaggskip uppsjávarveiðiflota Brims stödd í höfninni á Akranesi. Langt er komið að vinna loðnuna úr öðrum túr Venus NS, til hægri á mynd, en dælingu úr skipinu lýkur síðar í dag. Víkingur AK kom til hafnar í nótt og bíður hann átekta á stóru bryggjunni og mun svo bakka í löndunarstæðið þegar Venus fer á miðin að nýju. Víkingur er með um 2000 tonn í tönkunum af úrvalsloðnu. Hrognin eru fryst á Akranesi en ekið með hluta þeirra til Vopnafjarðar. Hratið er brætt í fiskimjölsverksmiðjunni á Akranesi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir