Samráðsfundir í gangi um ferðamál á Vesturlandi

Þessa dagana er starfsfólk Markaðsstofu Vesturlands á faraldsfæti og heldur opna kynningarfundi á nokkrum stöðum í landshlutanum. Á dagskrá er samtal og samstarf í ferðamálum á Vesturlandi, Áfangastaðaáætlun Vesturlands kynnt og og áhersluverkefni ferðamála 2021-2023. Í dag eru fundir í Breiðabliki, Ólafsvík, Grundarfirði og Stykkishólmi. Á morgun, föstudaginn 5. mars, verður fundað í Breið, nýsköpunarsetri á Akranesi. Mánudaginn 8. mars verður fundur á Laxárbakka í Hvalfjarðarsveit kl. 10:00, Hótel Húsafelli kl. 13:30 og Hótel B59 í Borgarnesi kl. 17:00. Þriðjudaginn 9. mars verður fundur í Vínlandssetrinu í Búðardal og hefst hann klukkan 17:00. Á fundina eru allir hagaðilar og áhugafólk velkomið.

Líkar þetta

Fleiri fréttir