Brynja Gná Heiðarsdóttir hestakona úr Grundarfirði.

Rætt við hestakonuna og áhugaljósmyndarann Brynju Gná

Brynja Gná Heiðarsdóttir er 18 ára Grundfirðingur sem býr nú skammt utan við Borgarnes. Hún er fædd og uppalin í Grundarfirði og segir tenginguna þangað enn mjög sterka, en hún flutti í Borgarnes haustið 2018 til að hefja nám við Menntaskóla Borgarfjarðar og stefnir á að útskrifast af félagsfræðibraut nú í vor. Hestamennskan er henni í blóð borin og hefur alla tíð verið stór hluti af lífi hennar. „Langafi minn var mikill hestamaður og allir í fjölskyldunni sem komu á eftir honum,“ segir Brynja og brosir. Blaðamaður Skessuhorns hitti Brynju á Kaffi kyrrð í Borgarnesi á mánudaginn. Hún var þá að koma úr skólanum og á leið í hesthúsið en það er alltaf nóg að gera hjá Brynju.

Sjá spjall við Brynju Gná í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir