Óbreytt stjórn Samtaka iðnaðarins

Á aðalfundi Samtaka iðnaðarins í morgun var tilkynnt um úrslit kosninga til stjórnar. Alls gáfu sjö kost á sér til almennrar stjórnarsetu og var kosið um fjögur sæti. Þeir sem sátu fyrir í stjórninni og buðu sig fram hlutu allir kosningu. Þeir sem setjast í stjórn Samtaka iðnaðarins til næstu tveggja ára eru: Ágúst Þór Pétursson frá Mannviti, Guðrún Halla Finnsdóttir Norðuráli, Magnús Hilmar Helgason Launafli og Sigurður R. Ragnarsson ÍAV. Fyrir í stjórn Samtaka iðnaðarins eru: Árni Sigurjónsson formaður, Arna Arnardóttir gullsmiður, Egill Jónsson frá Össuri, Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir CRI, Valgerður Hrund Skúladóttir frá Sensa og Vignir Steinþór Halldórsson frá Mótx.

Líkar þetta

Fleiri fréttir