Óbreytt stjórn Samtaka iðnaðarins

Á aðalfundi Samtaka iðnaðarins í morgun var tilkynnt um úrslit kosninga til stjórnar. Alls gáfu sjö kost á sér til almennrar stjórnarsetu og var kosið um fjögur sæti. Þeir sem sátu fyrir í stjórninni og buðu sig fram hlutu allir kosningu. Þeir sem setjast í stjórn Samtaka iðnaðarins til næstu tveggja ára eru: Ágúst Þór Pétursson frá Mannviti, Guðrún Halla Finnsdóttir Norðuráli, Magnús Hilmar Helgason Launafli og Sigurður R. Ragnarsson ÍAV. Fyrir í stjórn Samtaka iðnaðarins eru: Árni Sigurjónsson formaður, Arna Arnardóttir gullsmiður, Egill Jónsson frá Össuri, Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir CRI, Valgerður Hrund Skúladóttir frá Sensa og Vignir Steinþór Halldórsson frá Mótx.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Banaslys við Akranes

Laust fyrir klukkan 21 í gær voru viðbragðsaðilar; lögregla auk björgunarsveita á Akranesi, Borgarnesi og Borgarfirði kallaðar út með hæsta... Lesa meira