Klakahrun úr Búlandshöfða

Eitt af verkefnum starfsmanna Vegargerðarinnar er eftirlit á vegum og skráning á því hvernig færðin er. Í morgun var Sigurjón Hilmarson á vakt á Snæfellsnesi og byrjaði hann daginn á því að fara uppá Fróðárheiði. Þar hreinsaði hann krapa af veginum efst á heiðinni og ætlaði að halda áfram sunnanvert nesið. Einhverra hluta vegna hætti hann við og ók til baka og norður fyrir. Sem betur fer gerði hann það því þegar hann kom fyrir Búlandshöfðann hafði þar orðið klakahrun af stærri gerðinni. Þetta á það til að gerast þegar hlánar, en þá hrynur klakinn sem safnast hefur fyrir og hafnar á veginum. Nú í nótt var hitinn sex gráður en þá er hættan enn meiri á hruni, að sögn Sigurjóns. Hann biður fólk að hafa varann á þegar ekið fyrir Búlandshöfðann á meðan þessar aðstæður eru.

Líkar þetta

Fleiri fréttir