Talið líklegt að gæti gosið við Keili á Reykjanesi

Skjálftaórói hefur verið vaxandi eftir klukkan 14:20 í dag á Reykjanesi og telja vísindamenn líklegt að gos gæti hafist á svæðinu milli Keilis og Fagrasdalsfjalls á næstu klukkutímum. Gos hefur ekki verið staðfest en lágskýjað er á svæðinu og takmarkað skyggni þar. Almannavarnir eru í viðbragðsstöðu og samhæfingarstöð virkjuð í Skógarhlíð í Reykjavík. Þá hafa björgunarsveitir á Reykjanesi hafa verið settar í viðbragðsstöðu. Almannavarnir boða til upplýsingafundar klukkan 16 í dag þar sem upplýst verður um stöðu mála.

Á vef Víkurfrétta á Reykjanesi er vefmyndavél sem sýnir svæðið umhverfis Keili í beinni útsendingu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir