Skagafiskur eins árs í dag

Í dag fagnar fiskbúðin Skagafiskur við Kirkjubraut á Akranesi eins árs afmæli. Það eru hjónin Pétur Ingason og Jónheiður Gunnbjörnsdóttir sem reka verslunina. Að sögn Péturs hefur fyrsta árið gengið ljómandi vel. Aðspurður segir hann Akurnesinga hafa tekið versluninni mjög vel og verið duglegir að versla þar. „Við höfum líka mikið verið að fá fólk til okkar úr sveitinni; Borgarnesi, ofan úr Borgarfirði og víðar. Sem er bara frábært,“ segir Pétur í samtali við Skessuhorn og bætir við að þau hafi einnig verið að þjónusta skóla og mötuneyti. Í tilefni afmælisins verður 30% afsláttur af öllum fiskréttum í Skagafiski í dag, miðvikudaginn 3. mars.

Líkar þetta

Fleiri fréttir