Sjö í kjöri í prófkjöri Pírata í NV kjördæmi

Prófkjör Pírata hefst í dag klukkan 16 í öllum kjördæmum landsins. Því lýkur 13. mars og þá mun liggja fyrir hverjir skipa efstu sæti á listum flokksins fyrir næstu alþingiskosningar. Kosning í prófkjörinu er rafræn og fer fram í kosningakerfi Pírata; x.piratar.is. Á kjörskrá eru um 3.300 manns og hefur þeim fjölgað um rúmlega 500 frá upphafi árs. Prófkjörið er opið öllum, en hver sem er getur boðið sig fram og greitt atkvæði. Framboðsfrestur rennur út klukkan 14 í dag en þeir sem skráðu sig í kosningakerfið fyrir 13. febrúar sl. eru með atkvæðisrétt.

Í Norðvesturkjördæmi sækjast sjö frambjóðendur eftir efstu sætunum. Þeir eru í stafrófsröð:

  • Gunnar Ingiberg Guðmundsson
  • Karl A. Schneider
  • Katrín Sif Sigurgeirsdóttir
  • Magnús Davíð Norðdahl
  • Pétur Óli Þorvaldsson
  • Sigríður Elsa Álfhildardóttir
  • Ragnheiður Steina Ólafsdóttir.
Líkar þetta

Fleiri fréttir