Helga Arnardóttir. Ljósm. mm.

Prjónaskapurinn hjálpaði henni í endurhæfingunni

„Handverkið liggur dálítið í móðurættinni minni. Móðir mín og systur hennar höfðu og hafa það í sér að vera liðtækar við margskonar handverk; prjóna og saumaskap og vinna úr leir svo eitthvað sé nefnt. Við systurnar erum allar liðtækar í þessu. Ég í prjónaskapnum, Dóra Dís í bútasaumi og Anna svona eiginlega í hvoru tveggja,“ segir Helga Arnardóttir handverkskona á Akranesi í samtali við Skessuhorn. „Ég man eftir mér þriggja ára gamalli að ég sat oft í fanginu hjá mömmu þegar hún var að sauma. Hún saumaði öll föt á okkur krakkana. En áhuginn hjá mér vaknaði þegar ég var í grunnskóla og var þar í saumi og ég saumaði föt á mig sjálf og var mamma mér mikið innan handar við það. En aftur vaknaði áhugi minn á saumaskap þegar ég var um 17 ára aldurinn þegar Anna systir mín opnaði verslun með hannyrðarvörur, garn og fleira. Verslunin hét að mig minnir Gardínubúð Önnu og var staðsett að Suðurgötu 103. Ég vann þar hjá henni. Ég fékk reyndar ekki alltaf mjög mikið útborgað, það fór nefnilega ansi mikið af kaupinu mínu í garn og efni,“ rifjar Helga upp brosandi. Hún var á næstu árum viðloðandi sauma- og prjónaskapinn. En í kjölfar þess að veikjast alvarlega árið 2008 urðu ákveðin straumhvörf hjá henni.

Sjá viðtal við Helgu Arnardóttur í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir