Jarðskjálfti upp á 3,5 í Borgarfirði – líkur taldar á að eldgos sé að hefjast á Reykjanesi

Nú klukkan 14:28 í dag mældist jarðskjálfti upp á 3,5 stig í fjallgarðinum milli Valbjarnarvalla og Hraundals í Mýrasýslu, um 22 km norð-norðaustur af Borgarnesi. Samkvæmt korti Veðurstofunnar varð skjálftinn á 1,1 km dýpi.

Veðurstofan hefur gefið út viðvörun þess efnis að óróapúls á Reykjanesi gefi tilefni til að ætla að eldgos sé að hefjast þar. Slíkt hefur þó ekki verið staðfest.

Almannavarnir hafa boðað til blaðamannafundar klukkan 16 og verður honum streymt beint á ruv.is

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir