Fyrirhugað íbúðahverfi á Sementsreit. Mynd af vef Akraneskaupstaðar.

Gríðarlegur áhugi fyrir Sementsreitnum á Akranesi

Skessuhorn sagði frá því í síðustu viku að bæjarstjórinn á Akranesi og blaðamaður Skessuhorns fóru á rúntinn um bæinn og skoðuðu saman ýmsar framkvæmdir sem eru í gangi á Akranesi um þessar mundir. Við höldum nú áfram þar sem frá var horfið og birtum afrakstur þeirrar vettvangsferðar í Skessuhorni sem kom út í dag. Við höfðum ekki ekið lengi þegar bæjarstjórinn bendir á lögreglustöðina en þar er verið að vinna að verulegri stækkun en húsnæðið sem áður hýsti Vínbúðina verður bætt við núverandi húsnæði lögreglustöðvarinnar. Þegar við svo ökum framhjá bensínstöð N1 við Þjóðbraut segir Sævar Freyr frá því að N1 muni bráðlega færa sína starfsemi; bensínstöð, verslun og hjólbarðaþjónustu yfir á nýja lóð fyrir ofan Hausthúsatorg, en það er lóð næst verslanamiðstöðinni þar sem Bónus og Apótek Vesturlands eru m.a. til húsa. Akraneskaupstaður tekur þá við öllu svæðinu sem N1 nýtir í dag.

Áfram er haldið ökuferð og farið að Sementreitnum þar sem framkvæmdir eru að hefjast við byggingu fyrstu húsanna á reitnum, gatnagerð og sjóvörn er í gangi og mikið umleikis. Rætt er um svæðið nær höfninni og sitthvað fleira. Sjá Skessuhorn sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir