Suðurgata 108 er nú í sölumeðferð. Ljósm. frg.

AA samtökin flutt í Landsbankahúsið

Að Suðurgötu 108 á Akranesi stendur hús sem í daglegu tali er kallað AA húsið. Húsið er í eigu Akraneskaupstaðar og hefur verið í sölumeðferð undanfarna mánuði. Húsið sem hýst hefur ýmis félagasamtök í gegnum tíðina er óselt. AA samtökin hafa haft starfsemi sína í húsinu ásamt Alanon. Vitinn, félag áhugaljósmyndara á Akranesi, hefur jafnframt haft aðstöðu sína á efri hæð hússins. AA samtökin og Alanon hafa nú flutt starfsemi sína í Landsbankahúsið við Akratorg en í húsinu er nú ýmis starfsemi, svo sem Virk starfsendurhæfing og fleira. Ekki liggur fyrir hvert Vitinn mun fara með sína starfsemi.

AA samtökin og Alanon hafa flutt starfsemi sína í Landsbankahúsið við Akratorg.

Líkar þetta

Fleiri fréttir