Þyrlan við lónið neðan við fossinn. Ljósm. tfk.

Þyrla við Kirkjufellsfoss gefur vísbendingu um að ferðamenn séu komnir á stjá

Fyrir tíma kóvid var ekkert óalgengt að sjá þyrlur sveima yfir Snæfelssnesi og víðar. Ekkert tiltökumál þó að þær hafi tyllt sér niður við fjölfarna ferðamannastaði. En nú er öldin önnur og vinsælustu áningarstaðir ferðamanna standa meira og minna auðir þessi misserin, en þó eru vísbendingar um að ferðafólki sé lítið eitt að fjölga. Byrjað er að bólusetja um allan heim og bjartari tímar framundan. Einn og einn ferðamaður er farinn að sjást á ferðinni og í síðustu viku mátti sjá hvar þyrla full af ferðamönnum lenti við Kirkjufellsfoss á Snæfellsnesi til að hleypa farþegum út. Gestirnir spókuðu sig um á þessum vinsæla áningarstað.

Líkar þetta

Fleiri fréttir