Stofnfundur Ferðamálafélags Borgarfjarðarhéraðs í kvöld

Í kvöld klukkan 20 er á dagskrá stofnfundur Ferðamálafélags Borgarfjarðarhéraðs. Fer hann fram á Hótel B-59 í Borgarnesi. Hægt verður að gerast stofnfélagi út þetta ár, en þó er vitað um mikinn áhuga fyrir félaginu og margir sem boðað hafa komu sína á fundinn. Í undirbúningshópi að stofnun félagsins eru þau Gísli Einarsson, Jónína Pálsdóttir, Jón Heiðarsson, Lára Kristín Gísladóttir, Olgeir Helgi Ragnarsson, Sólrún Fjóla Káradóttir og Björn Bjarki Þorsteinsson. Á fundinum í kvöld munu þau kynna tillögu að stofnsamþykktum félagsins sem og tillögu að skipan fyrstu stjórnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir