Samþykkja að fara í samrekstur skóla í Stykkishólmi

Á fundi bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar síðastliðinn fimmtudag voru samþykktar samhljóða skipulagsbreytingar á skólastarfi í bæjarfélaginu. Um er að ræða breytingar sem felast í því að fara í samrekstur á grunnskóla og tónlistarskóla í bænum frá og með næsta skólaári, 2021-2022. „Markmið skipulagsbreytinganna er fyrst og fremst að auka mátt tónlistar í sveitarfélaginu með því að auka svigrúm til faglegrar stjórnunar og ríkari kennsluskyldu sem byggi undir gæði náms og möguleika til kennslu. Þá eru þær í samræmi við skólastefnu eins og nánari grein er gerð fyrir í tillögunni,“ segir í fundagerð bæjarstjórnar.

Starf skólastjóra tónlistarskólans verður lagt niður en núverandi skólastjóri hefur óskað eftir að láta af störfum. Skólastjóri Grunnskólans í Stykkishólmi mun þá fara með skólastjórn í grunnskólanum og tónlistarskólanum frá og með næsta skólaári. Þá verður starf deildarstjóra grunnskólans lagt niður og ný staða aðstoðarskólastjóra verður til en aðstoðarskólastjóri mun verða staðgengill skólastjóra.

Líkar þetta

Fleiri fréttir