Birkir Ágústsson, Freysteinn Oddsson og Jón Kristinn Valsson voru á heimavelli á föstudaginn. Kvenkyns fulltrúar Krabbameinsfélagsins sögðust hafa „kiknað í hnjánum“ þegar þeir stóðu upp úr rakarastólnum. Ljósm. Sigurður Ólafur Sigurðsson.

Mottumars er hafinn

Átaki Krabbameinsfélagsins, Mottumars, var formlega hrundið af stað síðastliðinn föstudag. Átakið snýst um, eins og landsmenn þekkja, krabbamein í körlum. Það voru fulltrúar Landhelgisgæslunnar og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins sem þáðu þá skeggsnyrtingu frá Herramönnum. Fulltrúar þeirra tóku sig vægast sagt glæsilega út að snyrtingunni lokinni, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.

Líkar þetta

Fleiri fréttir