Mars úthlutanir Mæðrastyrksnefndar

Í mars verða tvær úthlutanir hjá Mæðrastyrksnefnd Akraness. Þær verða miðvikudaginn 10. mars og miðvikudaginn 24. mars (páskaúthlutun). „Við verðum í HB Granda húsinu við Bárugötu 8-10 báða dagana frá klukkan 13-17. Umsækjendur geta hringt í síma 859-3000 eða í síma 859-3200, en einnig má senda á netfangið maedrastyrkurakranes@gmail.com Tekið er á móti umsóknum miðvikudaginn 3. mars og fimmtudaginn 4. mars, á milli kl. 11 og 13 báða dagana. Vinsamlegast sækið um á auglýstum tíma því við þurfum að panta matinn seinni partinn á fimmtudaginn. Við kynnum svo aftur síðar fyrir páskaúthlutunina en einnig má skrá sig í hana á sama tíma og hina fyrri,“ segir í tilkynningu frá Mæðrastyrksnefnd.

Líkar þetta

Fleiri fréttir