Sigurvegari A-úrslita í fjórganginum 2021 var Þórdís Erla Gunnarsdóttir og Fengur frá Auðsholtshjáleigu með einkunnina 7,37. Ljósm. Brynja Gná Heiðarsdóttir.

Keppt í fjórgangi í Vesturlandsdeildinni í hestaíþróttum

Síðastliðinn föstudag fór fram keppni í fjórgangi í Vesturlandsdeildinni í hestaíþróttum. Keppt var í Faxaborg í Borgarnesi, að þessu sinni án áhorfenda í höllinni, en streymt var frá mótinu. Sigurvegari í A úrslitum varð Þórdís Erla Gunnarsdóttir á Feng frá Auðsholtshjáleigu 2. Í liðakeppni stóð Skáney/ Fagurlund efst.

Eftirfarandi skipa efstu sætin í einstaklingskeppninni að loknu fyrsta móti:

 1. Þórdís Erla Gunnarsdóttir 12 stig.
 2. Randi Holaker 10 stig.
 3. Siguroddur Pétursson 8 stig.
 4. Anna Björk Ólafsdóttir 7 stig.
 5. Guðmar Þór Pétursson 6 stig.
 6. Iðunn Silja Svansdóttir 5 stig.
 7. Haukur Bjarnason 4 stig.
 8. Sigurður Rúnar Pálsson 3 stig.
 9. Kristófer Darri Sigurðsson 2 stig.
 10. Fredrica Fagerlund 1 stig.

Liðakeppnin stendur svona eftir fyrsta mót ársins:

 1. Skáney/Fagerlund 38 stig.
 2. Slippfélagið/Kerckhaert 37 stig.
 3. Hestaland 35 stig.
 4. Söðulsholt 31 stig.
 5. Laxárholt 19 stig.
 6. Skipanes/Steinsholt 12 stig.
Líkar þetta

Fleiri fréttir