Leikskólinn Hnoðraból og hluti húsnæðis GBF á Kleppjárnsreykjum.

Færanlegar kennslustofur verða keyptar

Byggðarráð Borgarbyggðar samþykkti á fundi sínum í gær að ganga til samninga við Stólpa – Gáma um kaup á færanlegum kennslustofum fyrir Kleppjárnsreykjadeild Grunnskóla Borgarbjarðar. Eins og fram kom í frétt Skessuhorns skömmu fyrir jól voru rakaskemmdir staðfestar í gömlu skólabyggingunni og var þá tekin ákvörðun tekin um að nýta ekki hluta hennar. Ákvörðun um kaup á færanlegum kennslustofun var tekin eftir að leitað var tilboða. „Byggðarráð telur hagkvæmara til lengri tíma litið að kaupa færanlegar kennslustofur í stað þess að leigja þær, þar sem mögulegt er að selja þær þegar ekki er þörf á þeim lengur,“ segir í bókun á fundi byggðarráðs.

Líkar þetta

Fleiri fréttir