Leggja til sameiningu búgreinafélaga og Bændasamtaka

Stjórn Bændasamtaka Íslands leggur það til að sameina þau búgreinafélög sem eiga aðild að Bændasamtök Íslands og heildarsamtökin í eitt félag. Nýtt skipulag byggist á þeirri sýn að Bændasamtök Íslands verði öflug samtök bænda sem verði í virkum tengslum við neytendur og stjórnvöld á hverjum tíma. Tillaga þessi er afrakstur vinnu við endurskipulagningu félagskerfis landbúnaðarins. Samtökin þurfa að auka skilvirkni starfsemi sinnar og bæta nýtingu fjármuna, en ekki síst að ná breiðari samstöðu meðal bænda.

Í auglýsingu sem birtist í Bændablaðinu í dag er boðaður netfundur næstkomandi fimmtudag, 4. mars klukkan 13, þar sem tillögur að breytingunni verða kynntar. Tenglar á fundinn verða aðgengilegir á vefsíðunni bondi.is

Líkar þetta

Fleiri fréttir