Frystihúsið eftir breytingarnar. Ljósm. frg

Frystihúsið slegið í gegn

Nýr veitingastaður, Frystihúsið, við Akratorg á Akranesi hefur alveg slegið í gegn og hefur aðsóknin farið fram úr björtustu vonum eigendanna.

Að sögn Evu Marenar Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóra Frystihússins hefur sala á ís verið slík frá opnun staðarins fyrir tveimur vikum að verksmiðja MS íss í Reykjavík hefur þurft að bæta við fólki til að anna eftirspurn, eingöngu vegna staðarins á Akranesi.

Í gær voru verktakar að störfum við að flikka upp á ásýnd staðarins með því að setja upp svo kallaða markísu yfir útisvæði Frystihússins auk þess sem starfsmenn Akraneskaupstaðar reistu skjólvegg til þess að hlífa viðskiptavinum fyrir nöprum norðanvindinum.

Í tilefni breytinganna býður Frystihúsið öllum viðskiptavinum á aldrinum 0 til 110 ára ókeypis ís í dag, á meðan birgðir endast.

Líkar þetta

Fleiri fréttir