Brotist inn og stolið verkfærum

Í nýliðinni viku varð þess vart að brotist hafði verið inn í sumarhús austan við Stóra-Ás í Hálsasveit. Unnar höfðu verið skemmdir á aðaldyrum bústaðarins en engu virðist hafa verið stolið. Þegar athugað var með fleiri bústaði kom hins vegar í ljós að í brotist hafði verið inn í annan bústað, miklar skemmdir unnar og ýmsum tækjum og verkfærum stolið, m.a. stórri loftpressu með 70 lítra kút, sögum o.fl. Ekki fundust fótspor eða hjólför á staðnum en vart hafði orðið við bíl sem ók á brott þegar hans varð vart. Verið er að skoða eftirlitsmyndavélar við rannsókn málsins.

Líkar þetta

Fleiri fréttir