Börnin á Gljúfri í sínum búningum. Ljósm. Akrasel.

Börnin á Akraseli gerðu eigin búninga

Á leikskólanum Akraseli á Akranesi var öskudagurinn í síðustu viku tekinn með trompi. Öll börnin í eldri kjarnanum útbjuggu sína eigin búninga. „Ögrunin var mikil og hugmyndirnar stórar. Það voru búin til fiðrildi, drekar, ljón, prinsessur, Ninjur, ofurhetjur og ýmislegt fleiri. Þegar öskudagurinn sjálfur rann upp voru börnin mjög spennt að fá að skarta sínu fegursta, sinni eigin hönnun. Veðrið var svo himneskt á Öskudaginn sem var mjög hentugt því vegna Covid slógum við köttinn úr tunnunni úti á leikvellinum okkar. Þetta verkefni var ögrandi, skemmtilegt og skapandi og börnin okkar eru stútfull af hugmyndum. Verkefnið heppnaðist mjög vel, börnin voru stolt og ánægð með afraksturinn, segir Anney Ágústsdóttir leikskólastjóri.

Sjá fleiri myndir í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir