Slökkviliðsmenn á Akranesi bólusettir

Í morgun mætti starfsfólk Heibrigðisstofnunar Vesturlands til Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar á Kalmansvöllum 2 og bólusetti liðsmenn slökkviliðsins vegna Covid-19. Þetta var fyrri skammturinn af bóluefninu sem liðið fær til að ná ónæmi gegn veirunni. Á meðfylgjandi mynd er verið að bólusetja Jens Heiðar Ragnarsson slökkviliðsstjóra. Eins og við var að búast bar hann sig vel.

Líkar þetta

Fleiri fréttir