Slökkt á dælum Veitna í Grábrókarhrauni

Slökkt hefur verið á dælum Veitna í Grábrókarhrauni í Norðurárdal vegna jarðskjálftanna sem gengu yfir suðvesturhornið í morgun. „Vatnsbólið þar er viðkvæmt fyrir skjálftum en vatnið getur gruggast við þá,“ segir á heimasíðu Veitna. Af þessu sökum gæti orðið kaldavatnslaust eða lítill þrýstingur á Bifröst, Varmalandi, Munaðarnesi og í sumarhúsahverfum milli Grábrókar og Borgarness næstu klukkustundirnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir