Skjáskot af skjálftatöflu af vef Veðurstofunnar.

Jörð skelfur á Reykjanesi

Nokkrir jarðskjálftar voru nú eftir klukkan 10 á suðvesturhorninu. Virðast upptök þeim vera á svæðinu frá Keili til Grindavíkur. Þrír skjálftar virðast hafa mælst á sömu mínútunni samkvæmt vef Veðurstofunnar, frá 4,5-5,3 á Richterskvarða um klukkan 10:05. Hrinan hefur síðan haldið áfram með fjölda eftirskjálfta. Skjálftarnir finnast vel á höfuðborgarsvæðinu, en einnig á Akranesi, Borgarnesi, Grundarfirði og Búðardal samkvæmt heimildum Skessuhorns.

Uppfært:

Nú um kl. 10:30 var snarpur eftirskjálfti. Greinilega er mikil skjálftavirkni og er fólk beðið um að fara að öllu að gát.

Fréttin verður uppfærð eftir því sem upplýsingar berast.

Líkar þetta

Fleiri fréttir