Feðgarnir Pietró Stefán og Francesco Macheda við Hreðavatn. Ljósm. Íris Stefánsdóttir.

Hefur komið sér fyrir á Bifröst og opnað ljósmyndastofu

Á Bifröst í Norðurárdal hefur ljósmyndarinn Íris Stefánsdóttir komið sér fyrir í litlu ljósmyndastúdíói þar sem hún er að mynda skartgripi og aðrar vörur. Íris er fædd og uppalin í Breiðholtinu og hefur búið í Reykjavík alla tíð, að undanskildum níu árum á Ítalíu. Íris flutti á Bifröst í ágúst á síðasta ári ásamt manninum sínum, Francesco Macheda, og fimm ára syni þeirra, Pietró Stefáni. „Það er æðislegt að vera hér á Bifröst, í allri þessari fegurð hér í kringum okkur. Þetta er alveg stórkostleg,“ segir Íris um leið og hún hellir nýlöguðu rótsterku kaffi, að ítölskum hætti, í tvo bolla. Þegar horft er út um gluggann við eldhúsborð þeirra hjóna sést vel yfir hraunið allt í kringum byggðina á Bifröst, fjöllin og gróðurinn sem liggur nú í dvala en er samt svo fallegur.

Sjá spjall og myndir Írisar í Skessuhorni vikunnar

Líkar þetta

Fleiri fréttir