Vill banna lánshæfismat og upplýsingar um vanskil

Inga Sæland formaður Flokks fólksins hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um breytingu á lögum um persónuvernd, lögum um neytendalán og lögum um fasteignalán. Frumvarpið leggur til að framvegis verði vinnsla upplýsinga sem varða fjárhagsmálefni einstaklinga, í því skyni að miðla þeim til annarra, bönnuð. Verði frumvarpið að lögum verður bannað að miðla upplýsingum um t.d. vanskil og lánshæfi einstaklinga. Það verður því ekki lengur hægt að fela þriðja aðila að framkvæma lánshæfismat og í kjölfarið verða lánveitendur sjálfur að leggja mat á lánshæfi neytenda. Auk þess er lagt til að framvegis megi ekki líta til upplýsinga um vanskil við gerð lánshæfismats ef búið er að afskrá kröfu af vanskilaskrá.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Gleðilegt sumar!

Skessuhorn óskar lesendum sínum, ungum sem gömlum, til sjávar og sveita, gleðilegs sumars.