Þingmannanefnd rýnir lög um RUV

Lilja D. Alfreðsdóttir menntamálaráðherra hefur falið þremur fulltrúm ríkisstjórnarflokkanna að rýna lög um Ríkisúvarpið ohf. Jafnframt skal þingmannanefndin gera tillögur að breytingum sem líklegar eru til að sætta ólík sjónarmið um starfsemi og hlutverk RUV. Þingmennirnir skulu hafa hraða hendur og skila tillögum sínum fyrir lok mars.

Í tilkynningu frá ráðuneytinu kemur fram að þingmannanefndin er skipuð þeim Kolbeini Óttarssyni Proppé (V), sem jafnframt er formaður nefndarinnar, Silju Dögg Gunnarsdóttur (B) og Páli Magnússyni (D). Í tilkynningu segir jafnframt að málið hafi mikið verið til umræðu í samfélaginu og á Alþingi, meðal annars í tengslum við frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla. Í þeirri umræðu hefur skýrt komið fram sjónarmið um að umsvif RUV á fjölmiðlamarkaði valdi samkeppnisskekkju sem eigi sinn þátt í bágri rekstrarstöðu einkarekinna fjölmiðla hér á landi. Þingmannanefndin skal rýna núverandi skilgreiningu á hlutverki RUV og meta hvort þörf sé á endurskilgreiningu í ljósi breyttra samfélagsaðstæðna, tækniþróunar og vilja stjórnvalda til að varðveita og þróa íslenskt mál. Leggja skal mat á hvernig RUV geti sem best náð markmiði laga um að stuðla að lýðræðislegri umræðu, menningarlegri fjölbreytni og félagslegri samheldni í samfélaginu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Gleðilegt sumar!

Skessuhorn óskar lesendum sínum, ungum sem gömlum, til sjávar og sveita, gleðilegs sumars.