Á morgunverðarfundi Vegagerðarinnar verður fjallað um vetrarþjónustu

Vegagerðin verður með morgunfund í streymi í fyrramálið þar sem fjallað verður um vetrarþjónustu á þjóðvegum landsins frá ýmsum hliðum. Fundurinn er þriðjudaginn 23. febrúar nk. kl. 09:00 – 10:15. „Stöðugt er kallað eftir aukinni þjónustu við vegakerfið að vetri. Atvinnusókn á landsbyggðinni hefur breyst og fólk sækir í auknum mæli vinnu milli bæjarfélaga. Þessi samfélagsbreyting kallar á aukna þjónustu við vegakerfið. Miklu skiptir einnig að afurðir og vörur komist klakklaust milli landshluta, þrátt fyrir hálku og fannfergi,“ segir í kynningu um fundinn. Vegagerðin sinnir vetrarþjónustu á stórum hluta vegakerfis landsins utan þéttbýlis. Þessum morgunfundi er ætlað að útskýra hvernig vetrarþjónustan fer fram og fá fram fleiri sjónarmið á þá þörf sem er fyrir vetrarþjónustu í þjóðfélaginu.

 Dagskrá

  • Vetrarþjónusta Vegagerðarinnar – hvernig er hún ákveðin? Einar Pálsson forstöðumaður á þjónustusviði Vegagerðarinnar.
  • Framkvæmd vetrarþjónustu – vöktun og eftirlit. Bergþóra Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustusviðs Vegagerðarinnar
  • Þróun vetrarumferðar á Íslandi. Friðleifur Ingi Brynjarsson, verkefnastjóri á umferðardeild Vegagerðarinnar
  • Lífæð landsbyggðarinnar – áætlunarflutningar og vegakerfið. Böðvar Örn Kristinsson, forstöðumaður innanlandsflutninga Flytjanda.
  • Vetrarþjónusta – einn þáttur samgönguöryggis. Jón Þorvaldur Heiðarsson, lektor við Háskólann á Akureyri, og Hjalti Jóhannesson, sérfræðingur á Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri.

Morgunfundinum 23. febrúar verður streymt úr Mótorskála í porti Vegagerðarinnar, Borgartúni 7 og er fréttamönnum velkomið að fylgjast með fundinum þar á meðan húsrúm og sóttvarnarreglur leyfa. Þar gefst einni kostur á viðtölum við frummælendur, þeirra sem eru á staðnum.

Morgunfundurinn er hluti fundaraðar sem haldin verður í vetur og lýkur í vor með ráðstefnu um yfirlagnir á Íslandi. Á fundunum, sem fylgja í kjölfar þessa, verður fjallað um bikblæðingar og þjóðvegi á hálendi Íslands.

Á ráðstefnunni verður fjallað heildstætt um yfirlagnir og bundið slitlag þar sem erlendir sérfræðingar verðar einnig fengnir til að fjalla um málefnið út frá sínu sjónarhorni og með áherslu á hvort framkvæmdum á Íslandi sé háttað á annan hátt en annars staðar.

Streymt verður á eftirfarandi slóð: https://livestream.com/accounts/5108236/events/9533990

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Gleðilegt sumar!

Skessuhorn óskar lesendum sínum, ungum sem gömlum, til sjávar og sveita, gleðilegs sumars.