Jökullinn og umhverfi hans skartaði sínu fegursta

Meðfylgjandi mynd var tekin í dag í hrauninu ofan við Malarrif á Snæfellsnesi þar sem Jökullinn skartaði sínu fegursta í birtu rísandi sólar. Myndasmiðurinn hreifst af náttúrunni og sagði í samtali við blaðamann að það væri á stundum sem þessari sem hann fylltist mestu stolti yfir að vera bæjarstjóri í þessu einstaka umhverfi. „Ég var þarna á akstri og sólin braust fram. Ég stoppaði bílinn, henti mér flötum og smellti. Svo augnabliki síðar var sólin farin á bak við ský og birtan orðin önnur,“ sagði Kristinn Jónasson.

Líkar þetta

Fleiri fréttir