Úrelt lög felld úr gildi

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur mælt fyrir frumvarpi um brottfall 25 laga á málasviði ráðuneytisins. Lögin, sem lagt er til að felld verði brott, hafa öll lokið hlutverki sínu en eru að formi til enn í gildi. Elstu lögin eru frá árinu 1917. Flest lögin sem felld yrðu úr gildi eru sérlög um bæjarstjórnir í tilteknum bæjarfélögum og um kaupstaðarréttindi einstakra kaupstaða. Þannig er m.a. lagt til að fella úr gildi Lög um bæjarstjórn á Akranesi, nr. 45/1941 og Lög um kaupstaðarréttindi til handa Ólafsvíkurhreppi, nr. 34/1983. Með heildstæðum sveitarstjórnarlögum er nú kveðið almennt á um stjórnskipan og stjórnarhætti sveitarstjórna, hlutverk þeirra og stjórnun. Með sveitarstjórnarlögum sem tóku gildi árið 1986 varð sú breyting að bæir gátu orðið kaupstaðir að uppfylltum vissum skilyrðum svo ekki þarf lengur sérlög til.

Líkar þetta

Fleiri fréttir