
Smíðar stólana Alka, Fullan og Þunnan
Erling Markús Andersen tekur brosandi á móti blaðamanni á verkstæði sínu við Ægisbraut á Akranesi. Á verkstæðinu smíðar Erling bátalíkön en hann hefur smíðað slík líkön í 19 ár. Hann sinnir einnig viðgerðum á bátalíkönum og sýnir blaðamanni líkan af sportbát sem hann fékk til viðgerðar. Líkanið var keypt ósamsett í Bretlandi á stríðsárunum og sett saman hér heima. Þegar Erling fékk líkanið í hendur var það afar illa farið og þurfti mikla viðgerð. Erling á ekki langt að sækja skipaáhugann. Pabbi hans var skipasmiður svo og afi hans. „Og svo var Hans Peder Andersen, Danski Pétur, hinn kunni aflaskipstjóri í Vestmannaeyjum afabróðir minn,“ bætir hann við.
Sjá nánar í Skessuhorni vikunnar.