
Fyrsta útsending ÍATV frá fimleikahúsinu á morgun
Á morgun, laugardaginn 20. febrúar, standa forsvarsmenn ÍATV vaktina frá morgni til kvölds í nýja Fimleikahúsinu við Vesturgötu á Akranesi. Þar fer þá fram GK-mót í hópfimleikum á vegum Fimleikasambands Íslands og Fimleikafélags Akraness. Þetta verður fyrsta mótið sem haldið er í húsinu og því sögulegur viðburður í íþróttasögu Akraness.
Útsending hefst klukkan 10:30 í fyrramálið með því að sýnt verður frá keppni í 2. flokki og deginum lýkur svo með útsendingu frá keppni í meistaraflokki sem hefst kl. 20. Því miður er áhorfendabann ennþá vegna sóttvarna og því verður útsending frá mótinu mörgum kærkomin.
Meðfylgjandi linkar eru á dagskrána:
Kl. 10:30 – 2. flokkur: https://youtu.be/iWmx9Jp4Zpc
Kl. 13:40 – 1. flokkur B og mix: https://youtu.be/4r0sySnJONg
Kl. 16:50 – 1. flokkur kvk og kke: https://youtu.be/9PWeyZ-NdXU
Kl. 20:00 – Meistaraflokkur kvk og kk: https://youtu.be/XsJlq90_FnA
Hér er skipulag mótsins í heild: https://fimleikasamband.is/…/GK_skipulag_uppfaert-17…