Jens Heiðar Ragnarsson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar, afhendir hér Keanne Rós viðurkenninguna. Ljósm. sþe.

Fékk verðlaun í eldvarnagetraun LSS

Fyrr í vikunni voru á Akranesi afhent verðlaun í eldvarnagetraun sem Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningsmanna stóð fyrir í lok síðasta árs. Það var Keanna Rós Garðarsdóttir, nemandi í Brekkubæjarskóla, sem hafði heppnina með sér en nafn hennar var dregið úr hópi svarenda. Verðlaun voru afhent til sigurvegarans að lokinni rýmingaræfingu í Brekkubæjarskóla.

Hópur þriðju bekkinga í Brekkubæjarskóla.

Líkar þetta

Fleiri fréttir