Undir áhrifum og gaf upp kennitölu annars

Lögreglan á Vesturlandi stöðvaði för ökumanns á Vesturlandsvegi á móts við Grundartanga síðastliðinn mánudag. Við athugun reyndist ökumaður undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Ökumaður gat ekki framvísað ökuskírteini en gaf upp kennitölu. Kennitalan reyndist hins vegar tilheyra öðrum aðila. Þá reyndist ökumaður sviptur ökuréttindum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir