ÞÞÞ gefur endurskinsmerki á alla skólana

Bifreiðastöð ÞÞÞ gaf nýlega öllum leikskóla- og grunnskólabörnum á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit endurskinsmerki. Í samtali við blaðamann Skessuhorns sagði Anna María Þórðardóttir að ÞÞÞ vildi gæta að sýnileika vegfarenda og að það væri hagsmunamál fyrir fyrirtækið að ökumenn þess og allir aðrir ökumenn sjái gangandi vegfarendur og því vill fyrirtækið hvetja alla til þess að nota endurskinsmerki. Endurskinsmerki fara aldrei úr tísku. Ljósmynd er af vef Vallarsels.

Líkar þetta

Fleiri fréttir