Ingi Hans Jónsson og Ágúst Jónsson rafvirki í Sögumiðstöðinni. Ljósm. tfk.

Sögumiðstöðin verður ný gerð af samkomuhúsi

„Það er nú gaman að hafa eitthvað svona skemmtilegt að brasa við,“ segir Ingi Hans Jónsson kátur þegar blaðamaður Skessuhorns heyrði í honum. Í árslok 2020 samdi Grundarfjarðarbær við fyrirtækið ILDI ehf., sem er í eigu Inga Hans, um umsjón með hönnun á uppbyggingu í Sögumiðstöðinni í Grundarfirði. Þar á að breyta húsnæði Sögumiðstöðvarinnar í líflegt menningar- og samfélagssetur þar sem mikilvægar stofnanir samfélagsins koma saman undir einu þaki auk aðstöðu fyrir íbúa að hittast. „Þarna verða þessar nauðsynlegu stofnanir samfélagsins sem þurfa húsnæði með góðu aðgengi, eins og bókasafn, sögusafn og fleira. Að auki verður fundaaðstaða fyrir íbúa Grundarfjarðar,“ segir Ingi Hans. „Þetta á að vera miðpunkturinn í bænum okkar og þangað sem fólk með fjölbreytt erindi getur komið saman, farið á bókasafnið, sögusafnið, í bíó eða haldið fundi og hitt annað fólk. Þetta er svona ný gerð af samkomuhúsi,“ bætir hann við.

Sjá nánar í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir