Listakonan Michelle Bird kennir Borgnesingum listsköpun.

Listkennsla fyrir fólk á öllum aldri

Listakonan Michelle Bird í Borgarnesi býður nú upp á listkennslu fyrir fólk á öllum aldri. Sex til tíu ára nemendur í Borgarnesi fá nú námskið í frístund þriðjudaga og miðvikudaga. „Þetta er mjög vinsælt námskeið. Það eru margir sem hafa þörf fyrir að tjá sig á skapandi hátt og þarna geta þeir gert það,“ segir Michelle í samtali við Skessuhorn. Eftir frístund, frá kl. 16:00 til 17:30 býður hún upp á sambærilegt námskeið fyrir unglinga. „Þar erum við að vinna með með allskonar mismunandi hugmyndir að sköpun,“ segir Michelle. Fyrst teikna krakkarnir í sínar teiknibækur en svo er farið í nokkrar æfingar. „Ég vil skapa aðstöðu þar sem krakkarnir geta slakað á með sínu ímyndunarafli þar sem þeir bara gera eitthvað, alveg frjálst. Þau geta komið sér fyrir í sínu plássi, bara þar sem þeim líður vel svo þau nái sem bestri tengingu við ímyndunaraflið,“ segir Michelle og bætir við að hún leggi enn meiri áherslu á að hafa gott rými núna á tímum Covid.

Sjá nánar spjall við Michelle í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir