Listakonan Michelle Bird kennir Borgnesingum listsköpun.

Listkennsla fyrir fólk á öllum aldri

Listakonan Michelle Bird í Borgarnesi býður nú upp á listkennslu fyrir fólk á öllum aldri. Sex til tíu ára nemendur í Borgarnesi fá nú námskið í frístund þriðjudaga og miðvikudaga. „Þetta er mjög vinsælt námskeið. Það eru margir sem hafa þörf fyrir að tjá sig á skapandi hátt og þarna geta þeir gert það,“ segir Michelle í samtali við Skessuhorn. Eftir frístund, frá kl. 16:00 til 17:30 býður hún upp á sambærilegt námskeið fyrir unglinga. „Þar erum við að vinna með með allskonar mismunandi hugmyndir að sköpun,“ segir Michelle. Fyrst teikna krakkarnir í sínar teiknibækur en svo er farið í nokkrar æfingar. „Ég vil skapa aðstöðu þar sem krakkarnir geta slakað á með sínu ímyndunarafli þar sem þeir bara gera eitthvað, alveg frjálst. Þau geta komið sér fyrir í sínu plássi, bara þar sem þeim líður vel svo þau nái sem bestri tengingu við ímyndunaraflið,“ segir Michelle og bætir við að hún leggi enn meiri áherslu á að hafa gott rými núna á tímum Covid.

Sjá nánar spjall við Michelle í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Með sjaldgæfan blóðtappa

Skagamaðurinn Oliver Stefánsson, sonur Stefáns Þórs Þórðarsonar og Magneu Guðlaugsdóttur, og varnarmaður sænska úrvalsdeildarfélagsins Norrköping, verður frá næsta hálfa árið... Lesa meira