Suðurverk bauð lægst í þverun Þorskafjarðar

Í gær voru hjá Vegagerðinni opnuð tilboð í þverun Þorskafjarðar í Gufudalssveit, en um er að ræða 2,7 km vegarkafla Vestfjarðavegar frá Kinnarstöðum til Þórisstaða. Í verkinu felst nýbygging vegar og 260 metra steinsteypt brú yfir Þorskafjörð. Verkinu skal að fullu lokið 30. júní 2024. Kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar hljóðaði upp á 2.078 milljónir króna. Suðurverk hf. í Kópavogi átti lægsta boð, en það hljóðaði upp á 2,236 milljarða króna, eða 7,6% yfir kostnaðarmati. Þróttur ehf. á Akranesi átti næstlægsta boð, eða 2,265 milljarða sem er 9% yfir kostnaðaráætlun. Hæsta tilboðið var frá Íslenskum aðalverktökum sem buðu 2,294 milljarða eða tæp 42% yfir kostnaðaráætlun.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Með sjaldgæfan blóðtappa

Skagamaðurinn Oliver Stefánsson, sonur Stefáns Þórs Þórðarsonar og Magneu Guðlaugsdóttur, og varnarmaður sænska úrvalsdeildarfélagsins Norrköping, verður frá næsta hálfa árið... Lesa meira