Suðurverk bauð lægst í þverun Þorskafjarðar

Í gær voru hjá Vegagerðinni opnuð tilboð í þverun Þorskafjarðar í Gufudalssveit, en um er að ræða 2,7 km vegarkafla Vestfjarðavegar frá Kinnarstöðum til Þórisstaða. Í verkinu felst nýbygging vegar og 260 metra steinsteypt brú yfir Þorskafjörð. Verkinu skal að fullu lokið 30. júní 2024. Kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar hljóðaði upp á 2.078 milljónir króna. Suðurverk hf. í Kópavogi átti lægsta boð, en það hljóðaði upp á 2,236 milljarða króna, eða 7,6% yfir kostnaðarmati. Þróttur ehf. á Akranesi átti næstlægsta boð, eða 2,265 milljarða sem er 9% yfir kostnaðaráætlun. Hæsta tilboðið var frá Íslenskum aðalverktökum sem buðu 2,294 milljarða eða tæp 42% yfir kostnaðaráætlun.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Látrabjarg er nú friðlýst

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur skrifað undir plagg til friðlýsingar Látrabjargs. Viðstaddir undirskriftina voru fulltrúar Bjargtanga, félags land-... Lesa meira