Prestur og brúður sem leitar vonbiðils heimsótti prest

Öskudagurinn er genginn í garð með tilheyrandi hátíð barna. Reyndar er dálítið misjafnt eftir bæjarfélögum hvernig heimsóknum barna í fyrirtæki er háttað að þessu sinni. Sumsstaðar falla heimsóknir einfaldlega niður í ár en á öðrum stöðum er aðgerðum stýrt. Á Akranesi var gefinn út listi yfir fyrirtækja sem ætla að hafa opið í dag og er straumur hafinn til þeirra. Á meðfylgjandi mynd eru séra Þráinn ásamt brúður sem nú leitar vonbiðils í heimsókn á kirkjutröppum Akraneskirkju þar sem upprunalegur séra Þráinn tók fagnandi á móti þeim.

Líkar þetta

Fleiri fréttir