Hjónin Ólafur Pálsson og Hafdís Brynja Guðmundsdóttir keyptu Tinsmíði og fluttu í Borgarnes. Ljósm. arg.

Keyptu Tinsmíði og fluttu starfsemina í Borgarnes

Hjónin Hafdís Brynja Guðmundsdóttir og Ólafur Pálsson keyptu síðastliðið haust fyrirtækið Tinsmíði og fluttu starfsemina í Borgarnes. Um er að ræða einu tinsmiðju landsins. „Við erum að framleiða minjagripi, lyklakippur, skartgripi, skraut og getum í raun framleitt hvað sem er, innan stærðarmarka,“ segir Hafdís þegar blaðamaður Skessuhorns kíkti á verkstæðið til þeirra hjóna. Hafdís hefur nærri alla tíð unnið skrifstofustörf, mest hjá tryggingafélögum og á tannlæknastofu. Hún missti vinnuna fyrir rúmu ári og fór á svipuðum tíma í veikindaleyfi vegna brjóstakrabbameins. Hún er nú á bataleið og þótti þetta heppilegur tími til að prófa eitthvað nýtt. „Við keyptum þetta eiginlega bara fyrir mig að hafa eitthvað að gera,“ segir Hafdís og hlær.

Sjá nánar spjall við Hafdísi Brynju og Óla í Skessuhorni sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir