Sigþóra Óðinsdóttir er með opna vinnustofu í Grímshúsi í Brákarey í Borgarnesi. Ljósm. arg.

Hydration Space er opin vinnustofa hjá listakonunni Sigþóru Óðinsdóttur

Í hinu sögufræga Grímshúsi í Brákarey í Borgarnesi hefur listakonan Sigþóra Óðinsdóttir frá Einarsnesi komið upp vinnustofu undir nafninu Hydration Space. Þangað býður hún fólki að koma og fylgjast með vinnslu á verkum sem hún er að vinna að fyrir einkasýningu sem hún hyggst setja upp á vordögum. „Mig langar að gefa fólki svona smá innsýn í vinnu listamannsins. Ég vinn þannig að ég finn þræði í gegnum efnið en þetta er allt smá ferli. Það ríkir oft leynd yfir svona listsköpun svo mér þótti því sniðug hugmynd að opna fyrir fólki að koma og gægjast aðeins inn í þetta ferli,“ segir Sigþóra og áður en hún útskýrir ferlið betur fyrir blaðamanni.

Sjá ítarlegt viðtal við listakonuna Sigþóru í Skessuhorni sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir