Hraðakstur áberandi með hækkandi sól

Að sögn Lögreglunnar á Vesturlandi hefur hraðakstur verið mjög áberandi í umdæmi hennar undanfarna daga og vikur. Mjög algengt er að ökumenn mælist á milli 110 og 120 kílómetra hraða auk þess sem allt of algengt er að um leið séu ökumenn að tala í símann án handfrjáls búnaðar. Sá sem hraðast ók mældist á 136 kílómetra hraða í Kolgrafafirði á Snæfellsnesi. Þá mældist annar á 132 kílómetra hraða í Borgarfirði.

Líkar þetta

Fleiri fréttir